Nokkrar skilgreiningar
Club (Group) / Klúbbur
Sami hluturinn (er að hreinsa út Group). Club er samansaf af fólk sem þú vilt halda utan um á einum stað. Club gildir ár eftir ár og þú getur haft eins marga Clubs eins og þú vilt. Dæmi um klúbba sem gætu orðið til eru:
- Fjöskyldan
- Liverpool klúbburinn
- Nýherji
- Skagamenn nær og fjær
Menn detta ekki úr Clubs um áramót (nema stundum Liverpool klúbbnum eftir jólin), og þannig haldast Clubs eins ár eftir ár og tölfræðin safnast saman fyrir hvern og einn, þannig að hægt er að bera saman á milli ára.
League / Deild
Deild er yfirleitt sett upp yfir eitt golftímabil. Dæmi um deildir gætu verið:
- Skagagolf 2020
- Nýherjamótaröðin 2020
- Miðvikudagsmótaröðin 2020
Deild inniheldur oft sömu meðlimi og Klúbbur enda er virkni í Golf80 til að bæta öllum meðlimum í Klúbb með einum smelli inn í sumardeildina.
Skor eru aldrei skráð beint á deildina, heldur eru skor skráð í mót (tournament) sem eru hluti af deildinni.
Tournament / Mót
Mót geta verið með fjölda flokka og leikdaga. Mót er bara golfmót eins og þú myndir hugsa golfmót. Keppni þar sem allir spila sama völlinn.
Mót getur verið hluti af deild, og þannig leggur mótið til deildartölfræðinar. Deild er s.s. útreikningur á stigagjöf þar sem hvert mót telur. Dæmi um mótaröð sem myndar deild:
- Deild: Miðvikudagsmótaröðin 2020
- Mót1: Miðvikudagur 13.maí – Grafarholt
- Mót2: Miðvikudagur 20. maí – Leiran
- Mót3: Miðvikudagur 27. maí – Lingfield Park
Það er stillingaratriðið hvort öll mót telja inn í deildina, ákveðinn fjöldi eða öll nema ákveðinn fjöldi.