Golf80 – að skrá nýtt mót og mótaskor

Að skrá mót

 • Farðu í https://golf80.com/Tournaments/Create og skráðu nýtt mót.
 • Smelltu á Leikdagar/Rounds í valmynd mótsins og veldu spiladag (Date), völl (Course) og heiti mótsins (Title).
 • Smelltu á Flokkar/Categories í valmynd mótsins.  Þetta eru þeir flokkar sem keppt er í á mótinu. Hver leikmaður getur aðeins verið hluti af einu móti.  Veldu heiti hóps (Title), Tegund flokks (Player category),  teig (Default tee).  Teigurinn er bara til að gefa “hint” um það hvaða teig á að velja í skorskráningunni fyrir hvern hóp.
 • Smelltu á Flytja inn keppendur / register players and teams.  Þarna er keppendum bætt inn í mótið.  Margar leiðir eru færar (leiðbeiningar koma síðar) en fljótlegast er að velja einhvern Klúbb í “Registration type” valmyndinni til að skrá alla sjálfkrafa í klúbbinn.

Að skrá mótaskor – forgjöf

Í stillingum mótsins (https://golf80.com/Tournaments/Tournament/%5Bnr%5D)  veldu “Manual handiap” til að setja forgjöf á alla keppendur, þangað til forgjafarútreikningur er tengdur við forgjafarkerfið (vonandi GSÍ) þarf að skrá leikforgjöf hvers leikmanns.  Ekki er þörf á að skrá forgjöf ef ætlunin er að skrá forgjöfina í App-inu. Þá er leikforgjöfin sett með skorinu um leið og það er skráð.

Að skrá mótaskor – vefur

 • Í stillingum mótsins (https://golf80.com/Tournaments/Tournament/%5Bnr%5D) veldu  Skrá skor/”Register player scores”, smelltu á rauða plúsmerkið í reit sem heitir “Hole4Hole”.
 • Skorkort fyrir leikmanninn ætti að birtast. Athugaðu að velja réttan teig fyrir ofan skorkortið.
 • Sláðu inn skorið.
 • Smelltu á “Reikna”/”Calculate round” til að reikna kortið áður en þú vistar það.  (einungis til að koma auga á villur í innslætti)
 • Smelltu á “Vista”/”Save” til að vista skorkortið.
 • Leikmannasíðan birtist núna aftur þar sem fækkað hefur um 1 leikmann sem á eftir að skrá skor fyrir.

Að staðfesta mótaskor – vefur

 • Á skorskráningarsíðunni, smelltu á Staðfesta skor/Confirm Scores” til að sjá lista yfir þau skor sem á eftir að staðfesta inn í mótið.  Smelltu á “Staðfesta” takkann hjá hverju skori fyrir sig til að staðfesta skorið inn í mótið.