Af slyddu og fótbolta … taka 2

Gekk fram á mitt eigið blogg á inetnetinu, síðan síðla árs 2004.  Með hverri línu og hverri grein sem ég las, mundi ég af hverju ég byrjaði að taka þátt í þessu egótrippi 21. aldarinnar.  Ég áttaði mig eiginlega á að ómerkilegheit núsins eru gullkista minninga þegar í framtíð maður nær að lauma sér inn um leyndar dyr hversdags sem einu sinni var.  Skrítið að tveimur árum eftir október-slyddu-blogg eftir erfiðan fótboltatíma, bý ég í öðru húsnæði, er í annarri vinnu, er með allt önnur markmið og er nýbúinn að svæfa ársgamla dóttur mína ….  Ekkert sem ég sá í framtíðinni fyrir nákvæmlega 2 árum.  Það er þá kannski ágætt að skrifa bara aftur um ískalda október slydduna og erfiðan fyrirtækjafótbolta í kvöld … það verður líklega gaman að rifja þetta, að því er virðist, tilgangslausa blogg upp eftir nákvæmlega 2 ár 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s